Peningastefnan

Mín peningastefna er mjög einföld í sniðum,ég er í vinnu frá 08:00 til 18:00 4 daga vikunnar og 08:00 til 16:00 á föstudögum,fyrir það fæ ég laun.Þannig afla ég peninga.WinkMeð þessum peningum sem ég vinn fyrir borga ég skuldir og hef í mig og á,ég bý einn og dagleg neysla mín er ekki mikil og áhugamál mín taka ekki mikið af peningum frá mér það er helst ef ég kaupi bensín til að fóðra þá 300 hesta sem ég geymi í húddinu á leiktækinu mínu.Annars hef ég þá reglu að borga mínar skuldir og vera ekki í neinum vanskilumHaloenn nú er illt í efni allt er á leið til hins verra,Devil mínar ráðstöfunartekjur hafa minnkað um c.a.25.000 þús frá áramótum þökk sé verðbólgu og gengisfalli,það er búið að semja um laun á almennum markaði,þannig að staðan er sú að til að fá meiri út úr peningastefnunni minni verð ég að draga úr kostnaði,hætta að kaupa Morgunblaðið,segja upp internetáskrift,hætta að fóðra hestana 300 í leiktækinu,drekka vatn,þvo mér sjaldnar,skipta sjaldnar um nærbuxur(spara þvottaefni)borða minna,CryingToungeGrin týna flöskur og reyna að spara eins og ég mögulega get.

Ég gæti hugsanlega farið að vinna aukavinnu á kvöldin og um helgar og þá reyna að fá vinnu þar sem laun eru ekki gefin upp til skatts.

Kannski eru betri tímar framundan ef að ráðherrar ríkisstjórnarinnar ná að halda fund um málið og kaupa gjaldeyri fyrir bankana svo þeir rói ekki lífróður,jú þeir eru búnir að græða síðustu misseri en bara ekki í réttum gjaldmiðli,eða hvað eru þeir búnir að eyða hagnaðinum í flottræfilshátt og kaupréttarsamninga.

En þetta er bara snertilending,í næstu lendingartilraun gerist hvað???????????

LOST kannski þetta er jú eyja sem við búum á,við og hinir(við sem borgum og hinir sem ráða) Bandit

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Já hestarnir mínir þrír auk þeirra sem eru undir húddinu á Oktavíu eru eitthvað léttari á fóðrum en þínir 300. Ég veit ekki hvort gengisvísitala í kringum 150 getur talist snertilending. Kannske er þetta bara tilraun til aðflugs. Í dag las ég í Mogganum að eðlileg gengisvísitala væri 150-190, ég vona að þetta sé bara stillingaratriði á nýju gleraugunum sem vantar að laga og mér hafi missést eitthvað. Þá tek ég hjólhestinn minn úr lás og læsi Oktavíu með honum í staðinn....

Erna Bjarnadóttir, 16.4.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

JRJ

Höfundur

JRJ
JRJ

Venjulegur gaur með sjálfstæðar skoðanir á ýmsum málum.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P6210003

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 263

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband